,

TF5RPD á Vaðlaheiði QRV á ný

TF5RPD notar svarta stangarloftnetið, en loftnetið sem stendur út frá H-staurnum er „Slimminn” sem er varanet endurvarpans. Ljósmynd: Þór Þórisson TF3GW.

Endurvarpi félagsins í Vaðlaheiði, TF5RPD, var gangsettur á ný þann 1. mars. Hann hafði þá verið úti um nokkurn tíma. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS,hafði aflgjafinn slegið út. Hann segir að allt virðist nú í góðu lagi, m.a. auðkenni á morsi.

Endurvarpinn hefur annars gengið mjög vel eftir að hann var settur yfir á „stóra” loftnetið sem tengt var á ný í júlí s.l. sumar (sbr. mynd). En við það tækifæri var m.a. skipt um festingar, fæðilínu og tengi.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS, fyrir gangsetningu endurvarpans.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × five =