,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari sýnir glæru með mynd af Starlink loftneti á heimahúsi. En búnaðinn má einnig setja upp í hjólhýsum, skipum, flugvélum o.m.fl.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardag 15. apríl með kynningu á nýja Starlink internetbúnaðinum. Afar áhugaverð og vel heppnuð kynning. Ari hefur kynnt sér búnaðinn vel og er einn af fyrstu notendum Starlink hér á landi.

Þetta er merkilegur búnaður því aðeins þarf loftnet sem er 1×1 metri (flatt) og rúmar alls 1280 loftnet. Loftnetið er sett upp fast (e. fixed). Þrífótur og tengibox fylgir fyrir tölvutengingu og viðeigandi kaplar og kostar búnaðurinn 75 þúsund krónur kominn til landsins. Mánaðargjald er 15 þúsund krónur og er niðurhal ótakmarkað.

Uppsetning er einföld, engin mælitæki. Í botni loftnetsins eru mótorar sem stilla netið af í byrjun (en eru ekkert notaðir eftir það). Og ef snjóar þá hitar loftnetið sig sjálft upp og bræðir klaka.

Að sögn Ara hefur Elon Musk látið senda upp yfir 10 þúsund gervitungl til að þjónusta kerfið um allan heim, þ.á.m. hér á landi. Starlink sendir að jafnaði upp 64 ný tungl í hverjum mánuði til viðhalds og til að bæta kerfið. Ari sýndi okkur 18 mínútna myndband sem skýrir kerfið og virkan þess vel, þ.á.m. loftnetið sem er mikill töfragripur.

Sérstakar þakkir til Ara fyrir áhugaverða, fróðlega og vandaða kynningu. Alls mættu 8 félagar og 2 gestir í Skeljanes í 12°C mildu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Ari sýndi margar fróðlegar glærur og myndbönd.
Loftnetið og búnaður skoðaður og útskýrður. Þorvaldur Bjarnason TF3TP, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Reynir Björnsson TF3JL, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Kristján Benediktsson TF3KB.
Menn höfðu margar spurningar og var rætt um búnaðinn frá öllum hliðum yfir kaffinu. Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þór Magnússon (gestur), Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Reynir Björnsson TF3JL. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − one =