,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Orðsending frá Hrafnkeli Sigurðssyni TF8KY, umsjónarmanni Páskaleika ÍRA:

Kæru félagar !

Jæja, þá er páskaleikum 2020 lokið.  Ég vil þakka öllum sem tóku þátt fyrir frábæra skemmtun. Vefsíðan verður opin til miðnættis sunnudag 19. apríl.  Þá ættu allir að hafa lokið við að leiðrétta innsláttarvillur.

Það liggur nokkuð ljóst fyrir að TF3ML fór með sigur af hólmi. Óskum Óla til hamingju með sigurinn!  Þetta var verðskuldaður sigur. Hann var víðförull og á skráð QSO í leikunum úr mörgum reitum (HP74, HP84, HP85, HP94, HP93). Úr flestum þessum reitum hafði hann samband við stöðvar í 4-5 öðrum reitum, sem gaf honum alls 21 margfaldara. Auk þess voru flest hans QSO yfir langar vegalengdir á VHF og UHF (64 af 90 QSO‘um yfir 100 km).

Nokkrir þátttakendur áttu fleiri en 100 sambönd…TF2MSN 177 QSO; TF1OL 148 QSO og TF3VE 110 QSO. Þakka þeim fyrir flott starf og mikla yfirsetu. Vel gert!  16 TF kallmerki með skráða þátttöku í ár samanborið við 17 kallmerki sem skiluðu inn gögnum í fyrra (2019).

Frekari úrvinnsla á gögnum leikjavefsins verður eftir lokun kerfisins 19. apríl. Verðlaunaafhending verður kynnt síðar.

Takk aftur fyrir þátttökuna og frábæra skemmtun!

73, TF8KY.

TF3ML/M við Svörtuloftavita yst á Skálasnaga á Svörtuloftum, vestast á Snæfellsnesi (suður frá Öndverðarnesi). Viti hefur verið þarna frá 1914, en núverandi viti frá 1931. Ljósmynd: Ólafur B. Ólafsson TF3ML.
ICOM IC-9700 stöðin QRV á FM og SSB á 2 metrum, 70 sentímetrum og 23 sentímetrum. Ljósmynd: Ólafur B. Ólafsson TF3ML.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + 9 =