ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA – TF3WARD
Alþjóðadagur radíóamatöra er laugardaginn 18. apríl. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Amateur Radio Union IARU stofnuð, fyrir 95 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25 talsins, en í dag eru starfandi landsfélög radíóamatöra í 160 þjóðlöndum heims, með yfir 4 milljónir leyfishafa.
Félagið Íslenskir radíóamatörar mun halda upp á daginn með því að virkja í fyrsta skipti, nýtt kallmerki félagsins, TF3WARD (World Amateur Radio Day). ÍRA mun þannig feta í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og um allan heim), sem starfrækja þennan mánaðardag á ári hverju, kallmerki með hliðstæðu viðskeyti.
IARU skiptist á þrjú svæði: Svæði-1 sem nær yfir Evrópu, Afríku, Miðausturlönd og norður hluta Asíu; Svæði-2 sem þekur Norður- og Suður Ameríku og Svæði-3, sem nær yfir Ástralíu, Nýja Sjáland, Kyrrahafseyjar og stærstan hluta Asíu.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!