,

VEL HEPPNAÐ VEFSPJALL

Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls fimmtudaginn 10. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið.

Góð mæting var og skráðu sig 10 félagsmenn á fundinn sem stóð í 2 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig frá Hveragerði og Akranesi. Þótt ekki hafi verið sett upp dagskrá fyrirfram skorti ekki umræðuefni.

M.a. var rætt var um tækin, tæknina, smíðar og smíðaverkefni, loftnet, heyrnartól og hljóðnema, fjarskipti yfir netið og alþjóðlegar keppnir, m.a. um ARRL keppnina á 10m sem haldin verður um helgina. Menn skiptust einnig á vefslóðum á áhugaverðar heimasíður.

Bestu þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW. Þetta var 3. fimmtudagskvöldið sem menn hittust á þennan hátt, en Jón efndi einnig til spjalls 26. nóvember (þegar 9 mættu). Ágúst H. Bjarnason, TF3OM reið fyrstur á vaðið með netspjall 19. nóvember (þegar 5 mættu). Skemmtileg tilbreyting og vel heppnuð a.m.k. á meðan félagsaðstaðan er lokuð vegna COVID-19.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × five =