ARRL 10 METRA KEPPNIN 2020
ARRL 10 metra keppnin fer fram helgina 12.-13. desember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er heimiluð í mest 36 klst.
Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á hvorri tegund útgeislunar. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer. W/VE stöðvar senda RS(T) og ríki eða fylgi (í Kanada).
Keppnin fer samtímis fram á tali og morsi. Heimilt er að taka þátt eingöngu á tali, á morsi eða hvoru tveggja (mixed mode). Sjá nánar í keppnisreglum.
Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum góðs gengis.
Vefslóð: http://www.arrl.org/10-meter
Vefslóð: https://contests.arrl.org/ContestRules/10M-Rules.pdf
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!