,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3TNT og TF3WO.

Guðjón Helgi Elíasson TF3WO og Benedikt Guðnason TF3TNT í Skeljanesi 15. desember. Ljósmynd: TF3LMN.

Fimmtudagserindið 15. desember var í höndum þeirra Guðjóns Helga Elíassonar, TF3WO og Benedikts Guðnasonar, TF3TNT. Umræðuefni kvöldsins var smíði “collinear” loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og kynning á fyrirkomulagi endurvarpsstöðva í tíðnisviðunum. Þeir félagar útskýrðu m.a. (og sýndu myndir) frá smíði á 13 dB “collinear” loftneti á UHF sem búið var til úr “hard-line” kóaxkapli.

Loftnetið kom mjög vel út í prófunum, m.a. yfir 100 km vegalengd á mjög litlu afli (300 mW). Töluverðar umræður urðu m.a. um útgeislun frá loftnetum af þessari gerð. Þá kynntu þeir félagar stuttlega hugmyndir sínar um endurvarpsstövar sem vinna á mismunandi miklu afli, e.t.v. allt að 500W og svokallaða “diversity” notkun sem er áhugaverð útfærsla. Guðjón og Benedikt sýndu fjölda mynda með erindinu sem var vel heppnað. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Guðjóni og Benedikt áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna

Þeir Guðjón og Benedikt sýndu fjölda áhugaverðra mynda með erindi sínu. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + thirteen =