,

Ert þú með efni í CQ TF?

Nú nálgast undirbúningur janúarheftis blaðsins okkar, CQ TF. Félagsmenn ÍRA eru hvattir til að senda ritstjóra efni, eða ábendingar um efni. Til greina kemur allt sem tengist amatör radíói, s.s.

…Tæki, loftnet eða hugbúnaður
…Frásagnir úr DX, keppnum eða frá fyrri tíð
…Ferðasögur um amatör radíó
…Heimasmíðar, tækin í sjakknum
…Og MYNDIR eru lífga alltaf upp á blaðið!

Ritstjóri þarf alls ekki fullbúið efni, heldur er nóg að senda punkta eða ábendingar.

Blaðið verður unnið milli jóla og nýárs og miðað er við skilafrest sjálfan jóladaginn, sunnudaginn 25. desember. Látið annars vita ef efni kann að vera á leiðinni. Það er okkar sjálfra að gera blaðið eins áhugavert og við viljum!

73 og jólakveðjur – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF

Netfang: cqtf@ira.is
GSM: 825-8130

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 3 =