,

VEGLEG GJÖF MÓTTEKIN TIL FÉLAGSINS

Stjórn ÍRA tók á móti veglegri gjöf til félagins í dag sunnudaginn, 6. desember. Það var félagsmaður okkar, Egill Ibsen, TF3EO sem færði félaginu sambyggða sendi-/móttökustöð, G90 frá Xiegu.

Egill hafði m.a. á orði, að hann væri vel settur með fjarskiptabúnað sjálfur og langaði að gefa ÍRA stöðina með það fyrir augum að félagið gæti t.d. lánað hana til nýrra leyfishafa eða ráðstafað á annan hátt.

G90 er 20W sendi-/móttökustöð sem vinnur á öllum amatörböndum, frá 160-10m (þ.m.t. 60m). Hún vinnur á SSB, CW, AM og stafrænum tegundum útgeislunar (FT8 o.fl.). Stjórnborð er búið 1.8“ TFT LCD litaskjá og er frátengjanlegt. Með tækinu fylgir m.a. Xiegu CE-19 „Data Interface Expansion Card“ ásamt öllum snúrum. Forrit í stöðinni eru uppfæranleg í gegnum netið. Tækið lítur út eins og nýtt enda ekki mikið notað.

Stjórn ÍRA þakkar Agli Ibsen, TF3EO velvilja og rausnarlega gjöf til félagsins sem kemur í góðar þarfir.

Egill Ibsen TF3EO afhenti stöðina á heimili formanns ÍRA í Reykjavík, sunnudaginn 6. desember. Ljósmynd: TF3JB.
Xiegu G90 er 20W HF SDR sendi-/móttökustöð sem vinnur á öllum amatörböndum frá 1.8 til 29.7 MHz. Ljósmynd: Xiegu.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve + 15 =