,

Undirbúningur Vitahelgarinnar 2011 á fullu

Tilbúinn til brottfarar. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, við lestaða kerruna í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3ARI.

Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, lögðu upp frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi nú síðdegis, þann 17. ágúst, með dót frá félaginu til nota á Vita- og vitaskipahelginni við Garðskagavita um helgina. Meðferðis var samkomutjald félagsins, borð, stólar, Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð ásamt aflgjafa, borðhljóðnema og morslyklum, auk Ten Tec loftentsaðlögunarrásar, kóax kapla og annars loftnetsefnis. Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var þegar kominn á staðinn suður við Garðskagavita með hjólhýsi sitt þegar þeir félagar renndu í hlað og skömmu síðar kom Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, og TF8IRA var komið upp og tengd í gamla vitavarðarhúsinu. Þegar þetta er skrifað (kl. 20:30 á miðvikudag) hringdi Guðmundur Ingi, TF3IG, og sagði að það væri dúna logn á staðnum og veðurspáin væri mjög góð fyrir helgina, hlýindi og logn. Vita- og vitaskipahelgin hefst formlega um hádegi á laugardag.

Farmurinn komst óskemmdur til Garðskaga. Myndin er tekin fyrir utan gamla vitavarðarhúsið. Ljósmynd: TF3ARI.

Búið að tæma kerruna. Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG og Jón Þ. Jónsson, TF3JA. Ljósmynd: TF3ARI.

Stöðin komin upp í turnherbergi gamla vitavarðarhússins. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM og Jón Þóroddur, TF3JA.

Bestu þakkir til Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, fyrir ljósmyndirnar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − two =