TF3RPC QRV á ný
Endurvarpsstöðin TF3RPC (Einar) varð QRV á ný í dag, þriðjudaginn 16. ágúst, kl. 14:00 og annaðist Sigurður Harðarson, TF3WS, tenginguna. Ástæða þess að endurvarpinn hefur verið úti að undanförnu er, að unnið var að breytingum og endurnýjun raflagna í þeim hluta byggingarinnar þar sem hann er staðsettur. Ekki þurfti að færa til loftnet og er búnaður óbreyttur frá því sem áður var. Framkvæmdum lauk síðan í morgun (þriðjudag) og því var unnt að tengja hann á ný í dag. Bestu þakkir til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS. Ennfremur þakkir til Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem gerði prófanir til að ganga úr skugga um að endurvarpsstöðin vinnur eðlilega.
Vinnutíðnir TF3RPC: 145.175MHz RX / 145.775MHz TX.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!