,

TF8APA QRV Á APRS FRÁ ÞORBIRNI

APRS hópurinn hefur staðið fyrir áframhaldandi uppbyggingu á kerfinu af dugnaði. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS; Magnús Ragnarsson, TF1MT; Samúel Þór Guðjónsson, TF3SUT og Árni Þór Ómarsson, TF3CE hafa einkum verið í forsvari.

Þann 15. ágúst var gengið frá uppfærslu APRS búnaðar TF8APA á fjallinu Þorbirni við Grindavík. Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem hópurinn fékk nýlega gefins, ásamt Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digipeater búnaðinum frá Póllandi, en félagssjóður ÍRA fjármagnaði tvö slík sett fyrr í sumar.

Að sögn þeirra TF1MT og TF3GS mun uppfærsla búnaðarins á Þorbirni þétta kerfið, auka gæði og notkunarmöguleika. Fyrirhugað er, að næsta verkefni hópsins verði uppsetning APRS I-gate á Akureyri.

Stjórn ÍRA þakkar hópnum.

Nýr APRS búnaður kominn á sinn stað og frágenginn á Þorbirni. Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digipeater búnaðinum gerður klár til uppsetningar. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − twelve =