,

NÝR BÚNAÐUR FYRIR OSCAR 100 PRÓFAÐUR

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri ÍRA, vann í dag (20. ágúst) við uppsetningu og tengingu búnaðar TF3IRA innanhúss fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í Skeljanesi.

Þótt frágangi sé ekki lokið, var haft fyrsta QSO‘ið frá TF3IRA með nýjum búnaði félagsins. Það var við G8DVR í Manchester á Englandi, kl. 20:40. Merki voru R/S 5-9 báðar leiðir.

Notaður var nýi transverter‘inn frá PE1CMO, sem bæði er fyrir „up“ og „down link“ á 70 cm, auk annars búnaðar.  Hann er tengdur beint inn á Kenwood TS-2000 stöð félagsins. Eitt af því skemmtilega við TS-2000 stöðina er, að aflestur á stjórnborði sýnir vinnutíðnina á 10 GHz beint.

Stefnt er að því að ljúka vinnu við verkefnið á næstu dögum.

Skeljanesi 20. ágúst. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins, tekur fyrsta sambandið frá TF3IRA á eigin búnaði félagsins um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100. QSO’ið var við G8DVR. Ljósmynd: TF3JB.
Kenwood TS-2000 stöð félagsins býður upp á beinan tíðniaflestur á stjórnborði þegar notaður er transverter sem er til mikilla þæginda. Ljósmynd: TF3JB.
Þótt PE1CMO transverterinn komi í vatns- og rakaþéttum kassa verður hann hafður á fjarskiptaborðinu við hlið Kenwood TS-2000 stöðvarinnar. Ljósmynd: TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − one =