,

TF5B MEÐ YFIR 25.000 QSO 2021

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 25.237 QSO á árinu 2021. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Þetta eru heldur færri sambönd en árið á undan (2020) þegar hann rauf 30 þúsund sambanda múrinn.

Fjöldi DXCC eininga: 154.
Fjöldi CQ svæða: 39 (vantaði svæði 36).
87.5% sambanda voru höfð á 17, 20, 30 og 40 metrum.

Skipting sambanda eftir meginlöndum:

EU: 75.1%
NA: 12.6%
AS: 10.0%
OC: 1.1%
SA: 0.8%
AF: 0.4%

Hamingjuóskir til Billa með frábæran DX árangur á nýliðnu ári.

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu Brynjólfs Jónssonar TF5B á Akureyri. Ljósmynd: TF5B.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − fifteen =