,

TF5B MEÐ NÆR 30.000 QSO 2023

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 29.628 QSO á árinu 2023. Fjöldi DXCC eininga varð 147.  Þetta er í annað skiptið sem hann er við eða yfir 30 þúsund QSO‘a múrinn. Samböndin voru öll höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Til samanburðar, QSO TF5B á ári sl. fjögur ár:

2023: Alls 29.628 QSO
2022: Alls 22.558 QSO.
2021: Alls 25.237 QSO.
2020: Alls 30.103 QSO.

Þess má geta að Billi er með staðfestar alls 297 DXCC einingar og er handhafi 11 DXCC viðurkenninga: Mixed, Phone, RTTY/Digital, 40M, 30M, 20M, 17M, 15M, 12M, 10M og DXCC Challenge.

Hamingjuóskir til Billa með frábæran DX árangur á nýliðnu ári!

Stjórn ÍRA

Loftnet TF5B á Akureyri. Fritzel Fritzel FB-33, 3 staka Yagi loftnet fyrir 14, 21 og 28 MHz; Fritzel tvípóll fyrir 10, 18 og 24 MHz; Hamstick tvípóll (láréttur) fyrir 3.5 MHz; Hamstick tvípóll (láréttur) fyrir 1.8 MHz og Diamond X-30 stangarloftnet fyrir 144/430 MHz. Ljósmynd: TF5B.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × five =