,

TF3Y VERÐUR Í SKELJANESI 7. NÓVEMBER

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y, í Skeljanes með erindið „Að minnka truflanir í móttöku í HF fjarskiptum“.

Eins og flestir radíóamatörar þekkja, torvelda truflanir/suð í móttöku í fjarskiptum á stuttbylgjunni (og neðar í tíðnisviðinu) því stundum, að menn nái samböndum. Þetta er þó mismunandi eftir hverfum í þéttbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Yngvi mun m.a. taka til umfjöllunar raunveruleg dæmi, bæði frá eigin QTH og annarra leyfishafa, sem sendu honum spurningar við undirbúning erindisins.

Þetta er áhugavert efni og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega.

Stjórn ÍRA.

Yngvi Harðarson TF3Y í heimsókn hjá Georg Magnússyni TF2LL í Borgarfirði í apríl fyrra (2018). Ljósmynd: Vilborg Hjartardóttir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + three =