,

FYRSTA TF–TF QSO UM OSCAR 100

Fyrsta sambandið á milli íslenskra radíóamatöra um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið fór fram í dag, sunnudaginn 3. nóvember, kl. 12 á hádegi. Það var á milli þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Valgeirs Péturssonar, TF3VP.

Valgeir byrjaði að hlusta á tunglið með 120cm diskloftneti þann 17. september en varð svo QRV í gær, 2. nóvember. Hann notar m.a. PlutoSDR transverter og 3 magnara, 40db magnara og svo 2 x 3W sem gefa honum um 3W í sendingu. Hann notar venjulegt LNB fyrir sjónvarp fyrir móttöku.

Hamingjuóskir til þeirra félaga með fyrsta „íslenska“ sambandið um Es’hail/Oscar 100.

https://youtu.be/Tr0icqAnSMA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + three =