,

TF3W QRV Í WAE DX KEPPNINNI

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W frá Skeljanesi í Worked All Europe (WAE) DX keppninni 8. ágúst.

Þetta var morshluti keppninnar, en SSB hlutinn verður haldinn 12.-13. september n.k. og RTTY hlutinn 14.-15. nóvember n.k. Landsfélag þýskra radíóamatöra stendur fyrir keppninni.

Siggi var ánægður með árangurinn miðað við aðstæður. Skilyrðin lágu aðallega til Evrópu, en voru sæmileg vestur um haf og niður til Suður-Ameríku, en ekkert sérstök til Asíu og Kyrrahafsins. Í þessari keppni eru ekki leyfið sambönd milli stöðva innan Evrópu, heldur einvörðungu utan, þar sem evrópskir radíóamatörar keppa innbyrðis um að ná sem flestum samböndum við aðra annarsstaðar í heiminum.

A.m.k. fjórar aðrar TF stöðvar heyrðust taka þátt í keppninni.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW var einbeittur á svip þegar hann virkjaði félagsstöðina TF3W á morsi í WAE DX keppninni laugardaginn 8. ágúst. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − twelve =