,

TF3OM Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM heimsækir okkur í Skeljanes fimmtudag 30. mars með erindið: „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“. 

Ágúst hefur ekki farið varhluta af auknum truflunum í viðtöku í HF sviðinu fremur en aðrir leyfishafar í þéttbýli. Í sumarhúsi sem hann hefur til ráðstöfunar í uppsveitum Árnessýslu hefur hann komið fyrir stöð sem hann getur stjórnað yfir netið frá heimili sínu í Garðabæ yfir netið.

Þar notar hann endafætt 39m. langt EFHW 80-10 vírloftnet, sem gerir honum kleift að vinna á 80/40/30/20/17/15/12/10 metrum án loftnetsaðlögunarrásar.

Hann segir okkur m.a. frá reynslu sinni af „RemoteRig“ búnaðinum frá SE2R í sumarhúsinu, þar sem nánast engar truflanir eða suð eru á stuttbylgjunni. Þessi búnaður fær mjög góðar umsagnir á Eham.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × two =