Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ, mættu í Skeljanes í morgun (laugardaginn 24. ágúst) til góðra verka í þágu félagsstöðvarinnar.
Skipt var um m.a. um fæðilínu fyrir 2400 MHz merkið frá transverter‘num. Þar með varð standbylgja í lagi og styrkur merkis batnaði um 3dB. Ennfremur voru gerðar nauðsynlegar stillingar á stöð og búnaði. Þegar tíðindamaður þurfti að yfirgefa staðinn laust fyrir kl. 13 var lokið vinnu utanhúss og strákarnir að færa sig inn í fjarskiptaherbergið.
Ari Þórólfur segir, að það styttist í að TF3IRA verði almennt QRV fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2019-08-24 14:04:542019-08-24 14:50:43TF3IRA BRÁTT QRV UM OSCAR 100
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!