TF útileikarnir, kynning TF3EK 1. ágúst
TF útileikarnir 2019 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 3.-5. ágúst n.k., en 40 ár eru síðan fyrstu leikarnir voru haldnir, árið 1979.
Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst flytur stutta kynningu og svarar spurningum.
Erindi Einars hefst stundvíslega kl. 20:30.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!