,

TF ÚTILEIKARNIR 2019 ERU UM HELGINA

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, dagana 3–5. ágúst og verða þá 40 ár síðan þeir voru fyrst haldnir.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst, flutti stutta kynningu og fór yfir helstu atriði.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil hér að neðan eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga. Þátttökutímabil:

  • 17-19 laugardag
  • 09-12 sunnudag
  • 21-24 sunnudag
  • 08-10 mánudag

Dagbækur má senda í tölvupósti eða skila með því að fylla út eyðublað á netinu, vefslóð er: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar

Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi. Nánari upplýsingar í 3. tbl. CQ TF 2019, bls. 37-38. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/06/cqtf_33arg_2019_03tbl.pdf

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til þátttöku og óskar þeim góðs gengis.

Skeljanesi 1. ágúst 2019. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðu ÍRA fimmtudaginn 1. ágúst og flutti áhugaverða kynningu um TF útileikana og svaraði spurningum. Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld. Ljósmynd: Jónas Bjarnaosn TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 4 =