, ,

TF útileikarnir 2011 – Afhending viðurkenninga

Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2011; viðurkenningarhafar voru alls 13 talsins.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna, kynnti niðurstöður leikanna fyrir árið 2011 í gær, 6. október, í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls tóku 19 stöðvar þátt þetta árið samanborið við 22 í fyrra og hlutu 13 viðurkenningar og verðlaun (þar af 3 stöðvar mannaðar Íslendingum sem tóku þátt frá Noregi og Svíþjóð). Þorvaldur Stefánsson, TF4M, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2011 með alls 2.234.880 stig, sem er glæsilegur árangur. Þorvaldur hlaut ágrafinn verðlaunaplatta að launum (sjá mynd). Guðmundur Löve, TF3GL, varð í öðru sæti og Georg Magnússon, TF2LL, í þriðja sæti. Kvöldið var mjög vel heppnað og mættu alls 26 félagsmenn á staðinn.

Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins, annaðist hönnun og framleiðslu viðurkenningaskjala. Bjarni Sverrisson, TF3GB, mun nánnar gera grein fyrir niðurstöðum útileikanna í 4. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í mánuðinum.

Glæsilegur árangur Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, tryggði honum 1. verðlaunin.

Skínandi góður árangur var einnig hjá Guðmundi Löve, TF3GL, sem tryggði honum 2. sætið.

Viðurkenningum veitt móttaka 6. október. Frá vinstri: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Bjarni Sverrisson, TF3GB; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Jón Þ. Jónsson, TF3JA. Þess má geta að verðlaunahafar sem vantar á myndina áttu ýmist ekki heimangengt eða voru staddir erlendis

Bjarni Sverrisson, TF3GB; Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX (nýkominn heim frá KH6); og Stefán Arnadal, TF3SA.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, var mjög ánægður með skjalið og segist stefna að 1. verðlaununum næsta sumar.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Guðmundur Löve, TF3GL; Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN; og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA.

Eftir ahendingu verðlauna og kaffihlé, var skeggrætt um loftnet. Frá vinstri: Yngvi Harðarson, TF3Y; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Löve, TF3GL; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Stjórn Í.R.A. færir hlutaðeigandi hamingjuóskir með árangurinn.

Bestu þakkir til Gísla G. Ófeigssonar, TF3G, sem tók ljósmyndirnar sem fylgja frásögninni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − eleven =