,

Nýjung á flóamarkaði Í.R.A. 16. október n.k.

Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS.

Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna uppboði á flóamarkaðnum 16. október.

Nokkur undanfarin ár hefur Í.R.A. staðið fyrir árlegum flóamarkaði/söludegi innan félagsins. Félagsmenn hafa þá geta komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið hefur boðið hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í fyrra (2010) var kynnt til sögunnar sú nýjung að efna til uppboðs á völdum hlutum á flóamarkaðnum. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, tók að sér verkefnið og þótti takast vel upp. Hann hefur nú samþykkt að hafa með höndum stjórn á uppboði á flóamarkaðnum sem efnt verður til í félagsaðstöðunni, sunnudaginn 16. október n.k.

Að þessu sinni er hugmyndin að bjóða upp á nýjung í tengslum við flóamarkaðinn. Það er, að félagsmenn sem hafa áhuga á að selja stöðvar, aukahluti eða verðmeiri búnað, m.a. loftnet, geta nú skráð þá hluti fyrirfram hjá félaginu. Upplýsingunum verður safnað saman frá og með deginum í dag (4. október), og áfram næstu daga, eða til 11. október. Degi síðar, 12. október, verður síðan birtur listi með þessum upplýsingum hér á heimasíðunni, svo menn geti fengið nokkra hugmynd fyrirfram um það, sem verður í boði á flóamarkaðnum. Þeir sem hafa áhuga, geta skráð tæki og búnað hjá Vilhjálmi, TF3VS, með því að senda honum tölvupóst með upplýsingunum á póstfangið: tf3vs(hjá)ritmal.is

_____________________________________________________________________

Dæmi um upplýsingar sem ágætt er að skrá hjá Vilhjálmi:

1. Tegund og gerð: Yaesu FT-840 100W SSB/CW sendistöð fyrir 10-160m böndin.
2. Vinnsluspenna: 13.8VDC.
3. Ástand: Í góðu lagi.
4. Fylgihlutir: 500 Hz kristalsía (fyrir mors), handhljóðnemi, leiðbeiningabók og straumsnúra.
5. Aðrar upplýsingar: Mjög vel með farin.
6. Lágmarksverð: 60 þúsund krónur.
_____________________________________________________________________


Stjórn Í.R.A. hvetur félaga til að nýta tækifærið og koma tækjum/búnaði í verð sem e.t.v. hefur ekki verið notaður í einhvern tíma (eða jafnvel svo árum skiptir). Nú býðst tækifæri til að gera bragarbót á.

F.h. stjórnar,

73, Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =