,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2021

TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.

Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).

Þess má geta, að stjórn ÍRA hefur sótt um tímabundna aflheimild (100W) til Fjarskiptastofu á 60 metra bandi í leikunum. Stofnunin hefur heimilað slíkt s.l. tvö ár. Skýrt verður frá svari stofnunarinnar strax og það berst.

Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins en aðalþáttökutímabil eru: Laugardag 17:00–19:00; sunnudag 09:00–12:00; sunnudag 21:00–24:00 og mánudag 08:00–10:00. Minnst 8 tímar þurfa að líða milli sambanda sömu stöðva á sama bandi til þess að stig fáist. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, ágrafinn á viðargrunni fyrir bestan árangur og hins vegar eru skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Mynd frá fróðlegri og vandaðri kynningu Einars Kjartanssonar TF3EK á reglum TF útileikanna í Skeljanesi 2019. Ekki var hægt að bjóða upp á samskonar viðburð 2020 og nú 2021 vegna faraldursins.
Mynd frá afhendingu viðurkenninga í Skeljanesi 25. febrúar s.l. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL tók þátt í öllum þremur viðburðum ÍRA á árinu 2020. Ólafur náði framúrskarandi góðum árangri og varð í 1. sæti í TF útileikunum. Í verðlaun var ágrafinn veggplatti og sértakt viðurkenningarskjal fyrir árangurinn. Þá varð Ólafur í 2. sæti í VHF/UHF leikum félagsins. Í verðlaun var vandaður verðlaunagripur. Hann hlaut að auki sérstakar viðurkenningar félagsins fyrir bestu ljósmyndina í leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Facebook. (Til skýringar: Vegna faraldursins var ekki hægt að efna til hefðbundinnar uppskeruhátíðar og voru verðlaun og viðurkenningar því til afhendingar á opnunarkvöldum í Skeljanesi). Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + four =