,

LJÓSMYNDIR OG VIÐURKENNINGAR

Stjórn ÍRA vinnur að undirbúningi 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst n.k. Meðal verkefna var innrömmun svart/hvítra ljósmynda úr sögu félagsins sem á ný hafa verið hengdar upp í fundarsal í Skeljanesi og innrömmun DXCC og WAS viðurkenninga í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Ljósmyndirnar úr safni ÍRA í fundarsalnum eru níu talsins og voru upphaflega límdar upp á karton fyrir sýningarbás ÍRA á Alþjóða vörusýningunni í Laugardagshöll árið 1975 og veita áhugaverða innsýn í sögu félagsins. Viðurkenningarnar í fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar eru fjórar saman (DXCC) og þrjár saman (WAS). Sjá nánar texta undir hverri mynd.

Stjórn ÍRA.

Myndir í fundarsal: (1) Þórhallur Pálsson TF5TP (1913-1994) sem var lengst af búsettur á Akureyri. Þórhallur var virkastur íslenskra radíóamatöra um áratuga skeið. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. (2) Þorsteinn Gíslason TF6GI (1887-1969) var búsettur á Seyðisfirði. Hann stóð m.a. að fyrstu þráðlausu sendingum á Íslandi árið 1913. (3) Einar Pálsson, TF3EA (1914-1973) var fyrsti formaður ÍRA, fyrsti heiðursfélagi og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra á Íslandi nr. 1. Ljósmynd: Pétur Thomsen, TF3PT.
Fleiri myndir í fundarsal: (1) Sigrún Gísladóttir, TF3YL (1930-2010) sem var lengst af búsett á Seltjarnarnesi. Hún var fyrsta íslenska konan sem tók próf sem radíóamatör árið 1970. Ljósmynd Kristján Magnússon, TF3KM. (2) Fjarskiptaaðstaða TF7V á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í júlí 1975. Á myndinni má sjá Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB og Kristinn Daníelsson, TF3KD. Ljósmynd: Guðjón Einarsson, TF3AC. (3) Vitinn á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Unnið að uppsetningu loftneta þegar sex félagar í ÍRA gerðu ferð til Eyja og virkjuðu kallmerkið TF7V frá Stórhöfða (TF3AC, TF3AW, TF3AX, TF3KD, TF3SE og TF3SB). Ljósmynd: Guðjón Einarsson, TF3AC. (4) Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir radíóskáti í Reykjavík árið 1974 á refaveiðum. Íþrótt sem er vinsæl meðal radíóamatöra og radíóskáta. Ljósmynd: Kristján Magnússon, TF3KM. (5) Marie Marr í Washington D.C. vann að samsetningu og prófun á OSCAR 7 gervitungli radíóamatöra sem einnig má sjá á myndinni. Því var skotið á braut 7. nóvember 1974. (6) Yngvi Harðarson, TF3Y er búsettur í Reykjavík. Myndin var tekin þegar hann var yngstur íslenskra leyfishafa, aðeins 14 ára. Hann smíðaði öll sín tæki sjálfur. Ljósmynd: Kristján Magnússon, TF3KM.
Ofar eru fjórar DXCC viðurkenningar í ramma (DXCC Mixed; Phone; CW og Digital). Fyrir neðan eru þrjár WAS viðurkenningar í ramma (WAS Mixed; Phone og CW). Ljósmyndir TF3JB (fyrri tvær) og TF3JON (neðsta).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − thirteen =