,

TF stöðvar QRV á D-Star á 144 MHz

Fyrsta sambandið sem vitað er um að haft hafi verið hérlendis á D-Star tegund stafrænnar útgeislunar (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio) var haft á 144 MHz þann 30. júní. Það voru þeir Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI og Ólafur Helgi Ólafsson, TF3ML, sem höfðu sambandið á milli Eyjafjalla og Garðabæjar; fjarlægð er tæpir 110 km.

Jón Ingvar notaði Icom IC-E92D handstöð sem keyrð var gegnum Vectronics RF-magnara sem gaf út um 20W og Ólafur notaði Icom IC-9100 100W sendi-/móttökustöð. Báðir notuðu stefnuvirk loftnet, Jón heimasmíðaðan 9 staka Yagi og ólafur 4 staka Quad. Að sögn Jóns, voru gæði merkjanna framúrskarandi góð.

Fyrir þá sem vilja kynna sér D-Star, má benda á ágæta grein eftir TF3JA í 4. tbl. CQ TF 2009.

Þá má benda á bæklinginn Nifty E-Z Guide to D-STAR Operation sem fyrst kom út 2009. Sjá vefslóðina: http://www.niftyaccessories.com/E-Z%20D-STAR%20Guide.htm

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + eighteen =