,

STÆRSTA KEPPNI ÁRSINS FRAMUNDAN

CQ WOLRD WIDE DX SSB keppnin 2020 er framundan, helgina 24.-25. október n.k. Þetta er stærsta SSB keppni ársins og er búist við allt að 50 þúsund þátttakendum. Reiknað er með, að vegna batnandi skilyrða og fyrir áhrif COVID-19 verði met þátttaka í ár.

Um er að ræða 48 klst. viðburð sem hefst kl. 00:00 laugardaginn 24. október og lýkur kl. 23:59 á sunnudaginn 25. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur).

Íslenskir leyfishafar hafa heimild til að nota tíðnisviðið 1850-1900 kHz á víkjandi grunni í tilraunaskyni í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, þ.á.m. í þessari keppni. G-leyfishafar mega jafnframt nota allt að 1kW (fullt afl). Sjá nánari upplýsingar í Ársskýrslu ÍRA 2020, bls. 93-94.Vefslóð:  http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/02/15022020-Ársskýrsla-2019-20-pdf.pdf

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum góðs gengis.

Keppnisreglur:  https://www.cqww.com/rules.htm

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 3 =