,

Sólríkur afmælisdagur í Skeljanesi

Stefán Arndal, TF3SA, ásamt XYL og fjölskyldu í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi.

65 ár voru liðin frá stofnun Í.R.A. þann 14. ágúst. Í tilefni þess var haldið kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem bar upp á sunnudag) í aðstöðu félagsins í Reykjavík. Alls mættu rúmlega 60 manns í Skeljanesið og þáðu þjóðlegar veitingar, þ.e. rjúkandi kaffi, íslenskar vöfflur og pönnukökur með sultu, þeyttum rjóma, vanilluís og súkkulaði. Félagsaðstaðan var opin á milli kl. 14 og 18 og var góð dreifing í mætingu. Ánægjulegt var hversu margir félagsmenn mættu í Skeljanesið ásamt fjölskyldum sínum þennan sólríka sunnudag. Stjórn Í.R.A. þakkar félagsmönnum góðar undirtektir og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, myndatökuna. Hér á eftir eru nokkrar myndir sem hann tók á afmæliskaffinu í Skeljanesi.

Erla (XYL TF3KX) ásamt Unni (XYL Odds Helgasonar) og Reynir Björnsson, TF3JL.

Svana (XYL TF3UA) ásamt sonum þeirra í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi.

Unnur (XYL TF8SM) Friðrik Á. Pálmason, TF8FP og afastrákur ásamt syni þeirra Unnar og Sigurðar Smára, TF8SM.

Málin rædd. Haraldur Þórðarson, TF3HP; Axel Sölvason, TF3AX; og Jónas Bjarnason, TF2JB.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, sagði að vöfflurnar væru 1. flokks hjá Sæmundi!

Friðrik Á. Pálmason, TF8FP, og afastrákur í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi.

Ari Þ. Jóhannesson, TF3ARI, og faðir hans Jóhannes (94 ára), sem sagðist alltaf hafa haft áhuga á radíói.

Kristján Benediktsson, TF3KB og Kristinn Andersen, TF3KX á góðri stundu.

Bjarni Magnússon, TF3BM; Jónas Þ. Artursson, TF3IT; og Reynir Björnsson, TF3RL.

Jón Þ. Jónsson, TF3JA og Matthías Hagvaag, TF3-035 í fjarskiptaherbergi TF3IRA.,

Frá vinstri: Ólafur B. Ólafsson, TF3ML; Ari Þ. Jóhannesson, TF3ARI; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG; sonur TF3GL; og Guðmundur Löve, TF3GL.

Benedikt Guðnason, TF3BNT, við VHF/UHF gervihnattastöð félagsins í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, sýnir nýja stöð Guðmundar bróður síns (TF3SG); Yaesu FT-450D.

Þeir sem mest mæddi á við undirbúning kaffiboðsins. Stjórnarmennirnir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA;
Guðmundur Sveinsson, TF3SG; og Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + 5 =