,

Söfnun fyrir nýjum RF magnara fyrir TF3IRA

Stefán Arndal TF3SA í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JA.

Ágætu Í.R.A. félagar!

Enn vantar nokkuð á að söfnunin fyrir nýjum HF magnara fyrir félagið okkar geti talist viðunandi. Þið, sem þegar hafið ákveðið að leggja þessu verkefni lið, en ekki enn komið því í verk að leggja inn eða millifæra einhverja upphæð á söfnunarreikninginn ættuð nú að reyna að finna tíma til þess.

Athygli þeirra sem ekki hafa gefið verkefninu gaum er vakin á því, að það er bæði nauðsynlegt og gaman fyrir félagið að eignast aflmikinn nýtísku HF magnara. Slíkt verður vart að veruleika nema safnað sé fyrir honum sérstaklega. Því er æskilegt að sem flestir félagsmenn leggi söfnuninni lið. Margt smátt gerir eitt stórt.

Nú er vor í lofti og sumarið framundan, það léttir lund. Ég treysti á stuðning ykkar. Innlánsreikningur er í Íslandsbanka á Kirkjusandi, nr. 515-14-122257 kt. 2608312839.

Söfnunarstjóri – TF3SA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + eighteen =