,

CQ TF liggur nú frammi í Skeljanesi.

CQ TF heftin sem einvörðungu hafa komið út á rafrænu formi hafa nú verið ljósrituð og gormuð.

Félagsrit Í.R.A., CQ TF, hefur einvörðungu komið út á rafrænu formi frá og með 3. tölublaði í júlí 2012. Frá þeim tíma hefur blaðinu verið dreift til félagsmanna um tölvupóst í þokkalegum gæðum, en það síðan verið til niðurhals á vefsíðu blaðsins á heimasíðu félagsins í auknum gæðum, sem gera það mun flettivænna.

Í ljósi óska og ábendinga frá félagsmönnum, var samþykkt á stjórnarfundi í félaginu þann 15. febrúar s.l., að láta ljósrita tvö eintök af þessum þremur tölublöðum í svart/hvítu, setja í flettivænan gorm með gegnsærri plastsíðu að framan og harðsíðu í bak og láta liggja frammi í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Þetta hefur nú verið gert og munu eftirtalin tölublöð liggja frammi í Skeljanesi frá og með 4. apríl: 3. og 4. tbl. 2012 og 1. tbl. 2013.

Nýtt tölublað CQ TF sem er væntanlegt í þessum mánuði (apríl) verður ljósritað og gormað strax og það kemur út. Það skal tekið fram, að ætlast er til að þessi hefti verði í félagsaðstöðunni og ekki að þau verði til útláns eða verðifjarlægð af staðnum. Nánari upplýsingar um blöðin má sjá í töflunni að neðan.

Tölublað

Útgefið

Bls.

Höfundar efnis

3. tölublað Júlí 2012
Unknown macro: {center}40

TF2LL, TF3AM, TF3GB, TF3JB, TF3KX og TF3UA
4. tölublað Des. 2012
Unknown macro: {center}42

TF3GB, TF3GL, TF3JB, TF3VB, TF3VD, TF3UA og TF5B
1. tölublað Janúar 2013
Unknown macro: {center}36

TF1EIN, TF3DC, TF3G, TF3JB, TF3UA, TF3Y og TF3-Ø35
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 13 =