,

SKILYRÐIN UPP Á VIÐ Á HF OG 50 MHZ

W3LPL, skrifar í dag á netinu (10. apríl) að líklegt sé að botninum í skilyrðunum hafi verið náð um jólaleytið 2019. Hann segir þó að ekki verði hægt að staðfesta það fyrr en síðar á árinu.

Þetta eru góðar fréttir fyrir radíóamatöra og hann segir, að vonandi getum við látið okkur hlakka til að lota 25 fari af krafti í gang á þessu ári. Hann nefnir í því sambandi, að af síðustu fimm sólblettum hafi einvörðungu AR-2557 tilheyrt lotu 24.

Fréttir berast af skilyrðum á 50 MHz vestanhafs. W2OR nefnir góðar opnanir í skrifum sínum á netinu í gær (9. apríl) niður til Suður-Ameríku og Karíbahafsins (á morsi og FT8 samskiptahættinum), auk sambanda á milli  KG4NE (á Guantanamo) og CE54DXU (í Chile). Þetta lofar góðu fyrir okkur hér uppi í norðrinu þótt skilyrðin á 6 metrum opnist yfirleitt seinna hér heldur en þessum heimshlutum.

Mynd frá 25. júní 2018 þegar TF3JB varð QRV á FT8 samskiptahætti á 50 MHz. Glöggir lesendur taka eftir skrúfstykkinu lengst til hægri á myndinni, en aðstaðan fyrir 6 metra stöðina var á þessum tíma staðsett á vinnuborði í bílskúrnum. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 10 =