,

PÁSKALEIKAR ÍRA 11.-12. APRÍL

Erindi frá Hrafnkeli Sigurðssyni TF8KY, umsjónarmanni Páskaleika ÍRA:
(Uppfært 11.4. kl. 08:50)

Kæru félagar !

Byrjum að hlaða byssurnar!  Nú fer að styttast í stóru stundina.  Allir með!

Leikjasíðan fyrir Páskaleika 2020 er komin í loftið.  Fyrir þá sem ekki hafa séð síðuna áður, þá er þetta frekar þægilegt.  Fara í nýskrá, gefa upp kallmerki, nafn eða gælunafn, tölvupóst og lykilorð (tvisvar). Þú færð tölvupóst með PIN númeri sem þú notar í fyrsta skipti þegar þú skráir þig inn (notar lykilorðið og PIN númerið). Mátt gleyma PIN númerinu eftir það, skráir þig framvegis inn, bara með kallmerki og lykilorði.

http://leikar.ira.is/paskar2020/

Skráningarblað fyrir Páskaleika.
Hér má hlaða niður skráningarblaði fyrir Páskaleika, hlekkurinn virðist ekki virka í kerfinu: QsoSkraning.pdfPDF

Fyrir leikinn þá kynnir þú þér reitanúmerið.  Það er hægt að gera með „appi“ í snjallsíma, t.d. “QTH Locator”.  Á Íslandi byrja allir reitir á HP eða IP, t.d. HP83TX.  Ef „appið“ gefur upp 8-stafa reitanúmer þá notar þú fyrstu 6 stafina.  Eftir fyrsta samband man kerfið reitanúmerið og þarft ekki að slá það inn nema þú færir þig á annan stað.  Við hvert samband gefur þú upp reitanúmer og QSO númer.  Tekur við því sama frá hinum og skráir það ásamt bandinu sem var notað, t.d. 70cm.

Ef eitthvað er óljóst, ekki hika við að hafa samband.  Ég og fleiri erum meira en til í að aðstoða; “hrafnk hjá gmail.com”

Það eru þegar komin „feik“ QSO í kerfið, endilega prófið að logga sambönd.  Bæði til að átta ykkur á þessu og til að „spotta“ mögulegar villur í kerfinu.  Þetta er ekki fullkomið og það væri vel þegið að fá að vita af villum sem finnast.  QSO „loggurinn“ verður hreinsaður eftir kl. 19 á föstudag og allt gert klárt fyrir leikinn.

Sjáumst í loftinu, góða skemmtun !

73 de TF8KY.

TF3IRA verður QRV í páskaleikunum 2020. Til gamans er birt mynd úr Skeljanesi þegar félagsstöðin tók þátt í fystu páskaleikunum 31. mars til 1. apríl 2018. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 2 =