,

SKELJANES Á FIMTUDAG: ENDURVARPAR

Benedikt Guðnason, TF3TNT mun halda erindi í Skeljanesi fimmtudag 23. nóvember: „VHF/UHF endurvarpar; framtíðarsýn“.

Benedikt óskaði eftir áheyrn stjórnar ÍRA á fundi þann 19. október s.l. Þar tilkynnti hann, að fyritæki hans, Radio s.f. hafi keypt endurvarpa sem voru í eigu Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML af dánarbúinu.

Hann tilkynnti stjórn jafnframt, að þessi kaup hafi ekki í för með sér neinar breytingar; hans hugsun sé að byggja endurvarpakerfið frekar upp út um landið. Hann sagðist ennfremur vilja leita til félagsins með áframhaldandi góða samvinnu eins og Ólafur [TF3ML] heitinn hafi notið. Fram kom, að hann á m.a. þrjá nýja ICOM VHF endurvarpa á lager sem hann hugsar sér að setja upp á nýjum stöðum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta í félagsaðstöðuna á fimmtudag. Erindi Benedikts hefst kl. 20:30. Kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 4 =