SKELJANES Á FIMMTUDAG
Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 12. október mætir Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL í Skeljanes og segir okkur ferðasöguna frá því í sumar í máli og myndum, en þá ferðuðust hann og XYL í 85 daga í bíl um Evrópu.
Óli flutti fjarskiptabifreiðina með sér frá Íslandi og hafði sambönd frá 11 DXCC löndum. Hann ferðaðist þannig með „sjakkinn“ með sér, sem er vel útbúin fjarskiptabifreið sem er m.a. með innbyggðan tjakk sem hækka má upp í allt að 12,6m hæð sem gefur hin ýmsu möguleika á HF böndunum og hærri tíðnum.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!