,

GÓÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardag 7. október.

Benedikt Sveinsson, TF3T og Guðmundur Sveinsson, TF3SG mættu í Skeljanes kl. 14:00 og sýndu félagsmönnum  Elecraft K4D sendi-/móttökustöð sína. Stöðin var keypt til landsins skömmu fyrir CQ WW morskeppnina í fyrra (2022) og er því innan við ársgömul.

K4D stöðin var sett upp á stóra borðinu í fundarsalnum með stórum Dell borðskjá (snertiskjá) og tengd við OptiBeam OB4-20OWA Yagi loftnet TF3IRA. Benedikt kveikti síðan á tækinu og fjallaði um og sýndi viðstöddum hvernig nota má stöð í þessum gæðaflokki, sem er af svokallaðri „Direct Sampling SDR“ gerð.

K4D er búin stórum 7“ snertiskjá í lit. Allar stillingar eru einfaldar og þótt margir takkar hafi fleiri en eitt hlutverk er staðsetning þeirra hugsuð með tilliti til notkunartíðni sem er til þæginda, bæði dagsdaglega og sérstaklega í keppnum.

Fram kom m.a. að K4D er búin tveimur aðskildum viðtækjum og svokölluðu „Diversity Module“ sem gerir mögulegt að hlusta á tvö merki samtímis. Elecraft, FlexRadio og Apache Labs eru einu framleiðendurnir sem bjóða stöðvar með hreinan aðskilnað á milli tveggja viðtækja, sem tryggir besta mögulega hlustun á veikum DX merkjum.

Tækið er að öllu leyti afar glæsilegt og er í flokki með bestu stöðvum sem er boði eru á markaði fyrir radíóamatöra. K4D kostar um 1 milljóna króna komin til landsins í dag. Upplýsingar: https://ftp.elecraft.com/K4/K4%20Brochure.pdf

Elecraft býður þrjár gerðir af K4 sendi-/móttökustöðvum:

Gerð K4/10-F sem er 10W sendi-/móttökustöð á $4.389.95
Gerð K4-F sem er 100W sendi-/móttökustöð á $4.789.95
Gerð K4D-F sem er 100W sendi-/móttökustöð á $5.789.95

Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG fyrir að koma með tækið í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

.

Benedikt Sveinsson TF3T fjallaði um og sýndi félagsmönnum Elecraft K4D stöð í Skeljanesi 7. október.
Benedikt flutt greinargóðan inngang áður en hann sýndi og útskýrði K4D stöðina fyrir viðstöddum. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × two =