,

QTH Stokkhólmur

Félagsmaður ÍRA (TF8KY Keli) og kollegi SA6MIW, amatör frá Svíþjóð, en búsettur í Dubai (A65DC Martin) settu upp fjarskiptastöð í hótelherbergi á 7. hæð í Stokkhólmi í síðustu viku. Þeir notuðu gamlar og góðar stöðvar, ICOM IC-735 og Kenwood TS140S. Þetta eru litlar stöðvar u.þ.b 5 kg. hvor sem auðvelt er að hafa með í ferðatösku. Skilyrðin voru slæm flesta dagana. Þó opnuðust böndin á fimmtudagskvöldið 10. sept. og u.þ.b. 30 QSO náðust á SSB og PSK63 á þeim stutta tíma sem til aflögu var eftir langan vinnudag. QSO voru tekin samtímis á 20m og 15m án vandræða þó ekki væri nema um 3 metrar á milli loftneta, enda báðar stöðvar með bandpass-síur (heimatilbúnar) á fæðilínum. Engin tuner var til staðar en báðar stöðvarnar voru tengdar telescopic loftnetum á svölum hótelherbergisins með jörð í svalahandriðinu. Lengd loftnetanna var aðlöguð að hvoru bandi fyrir sig með hjálp RigExpert. 5/9 report fengust frá flestum stöðvum víðsvegar í heiminum, þar á meðal frá Brasilíu og Falklandseyjum. Þessar myndir eru kannski frekar dimmar en ljósin í hótelherberginu voru höfð slökkt því þarna voru led ljós sem ullu a.m.k. +2 s-einingum af óæskilegu suði.

QTH Stokkhólmi, TF8KY.

QTH Stokkhólmi, SA6MIW.

QTH Stokkhólmi, SA6MIW.

QTH Stokkhólmi, SA6MIW.

QTH Stokkhólmi, TF8KY.

QTH Stokkhólmi., TF8KY.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − seven =