,

12. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 19. september 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Kynningar á fimmtudagskvöldum

Búið að ræða við nokkra félagsmenn um að halda kynningu á komandi fimmtudagskvöldum. Snorri TF3IK úr félaginu 4×4 er tilbúinn að halda kynningu. Sæmundur TF3UA er til í að halda kynningu um radíó á koparvírum. Auk fleiri félagsmanna sem hafa tekið vel í að halda kynningar.

2. CQ TF blaðið

Stefnt að því að koma blaði út sem fyrst. Félaginu vantar ritstjóra.

3. CQ WW

TF3FIN leggur til að bjóða hópnum ”Refirnir” að nota klúbbstöðina í RTTY keppninni. Stjórnin tók vel í það og samþykkir að TF3FIN hefur umboð til að bjóða þeim að nota aðstöðuna í keppninni.

4. Stærri tölvuskjár

Rætt um hvort félagið ætti að útvega sér stærri tölvuskjá fyrir radíótölvuna í sjakknum.

5. Unnið í loftnetamálum

Stjórnarmenn fóru út til að skoða turn og rótor. Turninn felldur og rotor skoðaður.

6. Notkun klúbbstöðvar og kallmerki

Rætt um notkun stöðvarinnar á kallmerki TF3IRA vs. eigin kallmerki. TF3EK leggur til að í keppnum og formlegum opnunum verði áfram notað TF3W og TF3IRA. Utan keppna og formlegra opnana er það val viðkomandi hvort hann noti eigin kallmerki eða TF3IRA. Stjórnin tók vel í tillöguna.

7. ECC tilmæli vegna amtörprófs fyrir fatlaða

Rætt um tillögu til PFS um að Ísland setji nafn sitt við tilmæli ECC vegna amatörprófs fyrir fatlaða. Stjórnin var samþykk tillögunni.

8. Endurnotkun kallmerkja

Rætt um hvort beri að endurskoða þær venjur sem hafðar hafa verið um endurnotkun viðskeyta í kallmerkjum. Hverslu langur tími þarf að líða eftir að amatör hefur fallið frá eða tekið kallmerkið úr notkun. TF3DC leggur til að skoða hvernig þetta er haft í nágrannalöndum okkar með það fyrir augum að taka hugsanlega upp sömu venjur og viðhafðar eru þar. Þangað til verður áfram stuðst við venju sem er ágætlega lýst í CQ TF 2008 3. tbl. bls. 35 ”Kallmerki látinna leyfishafa verði ekki endurnýtt fyrr en 5 árum eftir andlát, þó verði kallmerkjum látinna heiðursfélaga ÍRA ekki úthlutað aftur fyrr en að 15 árum liðnum. Kallmerki sem menn afsala sér, t.d. vegna þess að þeir taki annað kallmerki, verði ekki endurnýtt í 2 ár. “

9. Húsnæðismál

TF3JA hafði sent póst til Hrólfs hjá Reykjavíkurborg til að hefja umræðu um framtíðarhúsnæði fyrir félagið.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × two =