,

13. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Sérstakur fundur með PFS

PFS, 21. október 2015.

Fundur hófst kl. 09:00 og var slitið kl. 10:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA og TF8KY.

Fyrir hönd PFS: Bjarni Sigurðsson sérfræðingur, uppbygging og virkni fjarskiptaneta bjarni@pfs.is, Hörður R. Harðarson sérfræðingur, tíðnimál hrh@pfs.is og Þorleifur Jónasson forstöðumaður thorleifur@pfs.is

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. ÞJ bauð til stofu og setti fund

JÞJ kynnti nýja stjórn ÍRA og óskaði eftir að öll tölvupóstsamskipti milli ÍRA og PFS færu um pósfang félagsins ira(hjá)ira.is. Upplýsti ennfremur að Hrafnkell, TF8KY, vær nýr tengiaðili félagsins við PFS.

2. Reglugerð

Rætt var um að reglugerðin væri að mestu í takt við tímann en þó mætti fínpússa nokkur atriði eins og umfjöllun um lærlinga og úthlutun kallmerkja. TF3JA ætlar að senda bréf um leikreglur kallmerkja.

3. Loftnetsmál

Hvaða loftnet má setja upp? Þarf skriflegt leyfi nágranna. Rætt um mál Ara og fram kom að Ari getur óskað eftir umsögn PFS um fyrirkomulag sinna loftneta og mælingu á útgeislun frá hans loftnetum. Rætt um ýmsar fyrri deilur um loftnet radíóamatöra, en talið að þau væru ekki fordæmisgefandi sem aftur á móti mál Ara gæri orðið ef alvara verður úr hótun Byggingafulltrúa um að taka niður loftnetin að loknum fresti.

4. Mælingar

PFS gerði mælingar með Geislavörnum ríkisins á styrk útgeislunar hjá ýmsum radíóamatörum. Kannað var hvort útgeislun færi yfir heilsumörk skv. IPNIS viðmiðum. Þær mælingar sem gerðar voru, voru sýndu útgeislun vel undir heilsumörkum.

PFS óskar eftir tillögum um hjá hvaða amatörum mætti gera fleiri slíkar mælingar. ÍRA beðið um að tilnefna einhverja 3-4 sem eru með mismunandi gerðir loftneta.

PFS upplýsti að þeir væru tilbúinir að gefa umsögn um loftnet hjá amatörum og hvað amatör almennt má gera í loftnetamálum.

5. Truflanir

PFS getur skoðað einstök mál þar sem amatörar verða fyrir truflunum en fram kom að fjarskipti amatöra falla ekki undir öryggisfjarskipti og hafa því ekki háan forgang en PFS er til í að taka við ábendingum og vinna þegar tími og ástæða gefst til.

6. Heilmildir

Fjallað var um framkomnar tillögur um aukningu á heimild radíóamatöra á 5 Mhz og 50 Mhz böndunum.

Fleira var ekki rætt en ákveðið að halda annan fund seinna í vetur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − 12 =