,

PÁSKALEIKARNIR 2019 NÁLGAST

Páskaleikarnir 2019 standa yfir í tvo sólarhringa; hefjast laugardaginn 20. apríl kl. 00:01 og lýkur, sunnudaginn 21. apríl kl. 23:59. Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af.

Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundir útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa má samband hvenær sem er þessa 2 sólarhringa og við sömu stöð oftar en einu sinni, en a.m.k. 6 klst. þurfa þá að líða á milli QSO‘a til að fá punkta.

Nánari upplýsingar verða til kynningar á þessum vettvangi um leið og þær berast frá umsjónarmanni leikanna, sem leggur síðustu hönd á keppnisreglur og leikjavef þegar þetta er skrifað.


Hrafnkell Sigurðsson TF8KY flutti kynningu í Skeljanesi s.l. fimmtudag, 11. apríl, um Páskaleikana 2019. Ljósmynd: TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen + 6 =