Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll í gær, fimmtudaginn 8. október. Fyrra verkefnið var að gera endurvarpann TF3RPB kláran fyrir veturinn með því að lækka og ganga betur frá loftneti stöðvarinnar, en mikil ísing er á fjallinu.
Strákarnir settu loftnetið upp 23. júlí s.l., sem er frá Kathrein, samsett úr tveimur lóðréttum „folded“ tvípólum sem eru fasaðir saman sem hefur komið mjög vel út.
Síðara verkefnið var að skipta út loftneti fyrir KiwiSDR viðtækið sem sett var upp á fjallinu 27. júní s.l., með bráðabirgðaloftneti. Skipt var út láréttum tvípól fyrir langur vír, sem er strekktur á milli tveggja steina í fjallshlíðinni til að standast veðurálagið í vetur.
Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Bláfjöllum þegar Kathrein loftnetið var sett upp 23. júlí s.l. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.Georg Kulp TF3GZ í Bláfjöllum 8. október. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-10-09 10:31:502020-10-09 10:39:20FRAMKVÆMDIR Í BLÁFJÖLLUM
Nýtt kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í fyrsta skipti á Alþjóðadag radíóamatöra 18. apríl í ár. Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið var starfrækt til að halda upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem stofnuð voru í París, árið 1925.
Með virkjun þessa kallmerkis fetuðum við í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.
QSL kort hefur nú verið hannað fyrir TF3WARD. Það er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS sem á heiðurinn af því. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagins var með í ráðum og Ársæll Óskarsson, TF3AO mun hafa milligöngu með prentun hjá Gennady, UX5UO. Áður hafði Óskar Sverrisson, TF3DC annast innsetningu á LoTW og Yngvi Harðarsson, TF3Y innsetningu á QRZ.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, 8. og 15. október n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.
Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi í dag, 5. október vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu og gildir til 19. október n.k. Nánar er vísað í fjölmiðla. Ef allt fer vel á besta veg verður auglýst opnun á ný 22. október n.k.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
Landsfélag radíóamatöra í Frakklandi (REF) hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að greinasafni félagsins.
Um er að ræða mikið af áhugaverðu efni, m.a. um fræðin og fjarskiptin, s.s. skilyrðin, loftnet (á HF, VHF og hærri tíðnum), fæðilínur, mismunandi tegundir útgeislunar, fjarskipti um gervitungl, m.a. QO-100 og margt fleira.
Greinasafnið er á frönsku, en einnig má kalla það fram í enskri þýðingu með því að slá inn meðfylgjandi vefslóð. Þess má geta að systurfélag okkar í Frakklandi, L’association Réseau des Émetteurs Français (REF) var stofnað árið 1925.
ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-10-04 11:58:102020-10-04 12:06:06GREINASAFN REF ER KOMIÐ Á NETIÐ
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-10-03 19:41:242020-10-03 19:44:11SAC SSB KEPPNIN ER UM NÆSTU HELGI
Einar Kjartansson, TF3EK hefur náð 1001 stigi í SOTA verkefninu. Þessi frábæri árangur byggist á virkjun alls 186 íslenskra fjallatinda.
SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir alls 910.
Auk Einars, hafa eftirtaldir leyfishafar skráningu með stig á heimasíðu SOTA: TF3DX (212); TF3Y (38); TF3CW (14); TF3GD (8); TF3EO (5); TF3EE (4); TF3WJ (1) og TF8KY (1). Alls hafa 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/
Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind á Íslandi samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili.
Hamingjuóskir til Einars með árangurinn.
Stjórn ÍRA.
SOTA verðlaunagripur eins og sá sem Einari stendur til boða. Nafnbótin “Mountain Goat” fylgir. Ljósmynd: G.L. Sneddon VK3YY.
CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram helgina 26.-27. september. Sjö TF stöðvar skiluðu gögnum til keppnisstjórnar, þar af tvær viðmiðunardagbók (check-log). Stöðvarnar skiptast eftirfarandi á keppnisflokka:
Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði áfram lokuð fimmtudaginn 1. október.
Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin 3. bylgja Covid-19.
Ákvörðunin gildir fyrir n.k. opnunarkvöld. Fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 8. október n.k.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-09-29 07:37:292020-09-29 07:38:26LOKAÐ Í SKELJANESI 1. OKTÓBER
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, 25. september, að Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson, TF3VUN hefur hlotið stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfnisnefndar.
Þess má geta að foreldrar hans eru bæði leyfishafar, þau Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og Guðrún Hannesdóttir, TF3GD.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-09-25 12:35:262020-09-25 12:37:54NÝR PRÓFESSOR VIÐ HR
CQ World Wide RTTY DX keppnin 2020 fer fram um helgina.
Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 26. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 27. september kl. 23.59.
Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm
CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá TF. Geta má um frábæran árangur TF2R í fyrra (2019) þegar strákarnir náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Ennfremur um frábæran árangur TF3AM (TF1AM) í einmenningsflokki árið 2017, þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn.
FRAMKVÆMDIR Í BLÁFJÖLLUM
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll í gær, fimmtudaginn 8. október. Fyrra verkefnið var að gera endurvarpann TF3RPB kláran fyrir veturinn með því að lækka og ganga betur frá loftneti stöðvarinnar, en mikil ísing er á fjallinu.
Strákarnir settu loftnetið upp 23. júlí s.l., sem er frá Kathrein, samsett úr tveimur lóðréttum „folded“ tvípólum sem eru fasaðir saman sem hefur komið mjög vel út.
Síðara verkefnið var að skipta út loftneti fyrir KiwiSDR viðtækið sem sett var upp á fjallinu 27. júní s.l., með bráðabirgðaloftneti. Skipt var út láréttum tvípól fyrir langur vír, sem er strekktur á milli tveggja steina í fjallshlíðinni til að standast veðurálagið í vetur.
Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag.
Stjórn ÍRA.
(Til vinstri: Katherein loftnetið frágengið. Ljósmynd: TF1A.)
TF3WARD
Nýtt kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í fyrsta skipti á Alþjóðadag radíóamatöra 18. apríl í ár. Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið var starfrækt til að halda upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem stofnuð voru í París, árið 1925.
Með virkjun þessa kallmerkis fetuðum við í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.
QSL kort hefur nú verið hannað fyrir TF3WARD. Það er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS sem á heiðurinn af því. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagins var með í ráðum og Ársæll Óskarsson, TF3AO mun hafa milligöngu með prentun hjá Gennady, UX5UO. Áður hafði Óskar Sverrisson, TF3DC annast innsetningu á LoTW og Yngvi Harðarsson, TF3Y innsetningu á QRZ.
Bestu þakkir til allra viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
ÁFRAM LOKAÐ Í SKELJANESI
Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, 8. og 15. október n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.
Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi í dag, 5. október vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu og gildir til 19. október n.k. Nánar er vísað í fjölmiðla. Ef allt fer vel á besta veg verður auglýst opnun á ný 22. október n.k.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
Stjórn ÍRA.
GREINASAFN REF ER KOMIÐ Á NETIÐ
Landsfélag radíóamatöra í Frakklandi (REF) hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að greinasafni félagsins.
Um er að ræða mikið af áhugaverðu efni, m.a. um fræðin og fjarskiptin, s.s. skilyrðin, loftnet (á HF, VHF og hærri tíðnum), fæðilínur, mismunandi tegundir útgeislunar, fjarskipti um gervitungl, m.a. QO-100 og margt fleira.
Greinasafnið er á frönsku, en einnig má kalla það fram í enskri þýðingu með því að slá inn meðfylgjandi vefslóð. Þess má geta að systurfélag okkar í Frakklandi, L’association Réseau des Émetteurs Français (REF) var stofnað árið 1925.
ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
Stjórn ÍRA.
https://publications.r-e-f.org/
https://tinyurl.com/FranceREF
SAC SSB KEPPNIN ER UM NÆSTU HELGI
Scandinavian Activity keppnin (SAC) – SSB hluti – verður haldin um næstu helgi, 10.-11. október.
Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi.
Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt!
Stjórn ÍRA.
http://www.sactest.net/blog/
GLÆSILEGUR ÁRANGUR TF3EK
Einar Kjartansson, TF3EK hefur náð 1001 stigi í SOTA verkefninu. Þessi frábæri árangur byggist á virkjun alls 186 íslenskra fjallatinda.
SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir alls 910.
Auk Einars, hafa eftirtaldir leyfishafar skráningu með stig á heimasíðu SOTA: TF3DX (212); TF3Y (38); TF3CW (14); TF3GD (8); TF3EO (5); TF3EE (4); TF3WJ (1) og TF8KY (1). Alls hafa 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/
Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind á Íslandi samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili.
Hamingjuóskir til Einars með árangurinn.
Stjórn ÍRA.
CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2020
CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram helgina 26.-27. september. Sjö TF stöðvar skiluðu gögnum til keppnisstjórnar, þar af tvær viðmiðunardagbók (check-log). Stöðvarnar skiptast eftirfarandi á keppnisflokka:
TF1AM – einmenningsflokkur, háafl.
TF3AO – einmenningsflokkur, háafl.
TF3DT – einmenningsflokkur, háafl.
TF2MSN – einmenningsflokkur, lágafl.
TF/DJ7JC – einmenningsflokkur, lágafl, aðstoð.
TF3IRA (TF3DC op) – viðmiðunardagbók (check-log).
TF3VS – viðmiðunardagbók (check-log).
Niðurstöður verða kynntar í marshefti CQ tímaritsins 2021.
SAC CW KEPPNIN 2020
Scandinavian Activity Contrest (SAC) keppnin 2020 á morsi fór fram helgina 19.-20. september s.l. Tvær TF stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum.
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum (claimed score) eru niðurstöður eftirfarandi:
3. sæti – TF3W (TF3CW op.); einmenningsflokkur, 14 MHz, háaafl.
9. sæti – TF3JB; einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl, aðstoð.
SSB hluti keppninnar fer fram helgina 10.-11. október n.k. (nánar auglýst síðar).
LOKAÐ Í SKELJANESI 1. OKTÓBER
Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði áfram lokuð fimmtudaginn 1. október.
Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin 3. bylgja Covid-19.
Ákvörðunin gildir fyrir n.k. opnunarkvöld. Fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 8. október n.k.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
Stjórn ÍRA.
Nýtt CQ TF – 4. tbl. 2020 komið út
Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 4. tbl. CQ TF 2020 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.
73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.
Hér fyrir neðan má finna hlekk á blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/09/cqtf_34arg_2020_04tbl.pdf
NÝR PRÓFESSOR VIÐ HR
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, 25. september, að Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson, TF3VUN hefur hlotið stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfnisnefndar.
Þess má geta að foreldrar hans eru bæði leyfishafar, þau Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og Guðrún Hannesdóttir, TF3GD.
Hamingjuóskir til Hannesar Högna og fjölskyldu.
Stjórn ÍRA.
34. CQ WW RTTY DX KEPPNIN
CQ World Wide RTTY DX keppnin 2020 fer fram um helgina.
Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 26. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 27. september kl. 23.59.
Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm
CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá TF. Geta má um frábæran árangur TF2R í fyrra (2019) þegar strákarnir náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Ennfremur um frábæran árangur TF3AM (TF1AM) í einmenningsflokki árið 2017, þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn.
Bestu óskir um gott gengi!
Stjórn ÍRA.