,

OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 23. MAÍ

Ágæt mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. maí. Þar sem vetrardagskrá félagsins lauk í byrjun mánaðarins, var í boði svokölluð „opin málaskrá“ sem er þegar félagarnir koma saman og ræða málin yfir kaffibolla, skoða nýjustu tímaritin og velta fyrir sér hinum ýmsu hliðum áhugamálsins.

Að þessu sinni lágu frammi 70 ára gömul QSL kort Sigurðar Finnbogasonar, TF3SF (sk). Þetta eru kort fyrir sambönd frá árunum 1948-1951 og var mjög áhugavert að skoða kortin og sjá hvaða sambönd menn voru að hafa á þessum tíma. Stjórn félagsins bárust þessi gögn til varðveislu í síðasta mánuði.

Um er að ræða 54 QSL kort í pakkningu frá ARRL, sem hafa verið endursend til landsins árið 1951 eftir DXCC uppfærslu vestanhafs. Kortin eru vel varðveitt og pakkningin heilleg og höfðu viðstaddir ánægju af að fletta þeim og spá og spekúlera. Kortin verða varðveitt í Skeljanesi og er félagsmönnum velkomið að skoða þau á opnunarkvöldum.

Stutt samantekt verður um kortin í næsta hefti CQ TF, 3. tbl. 2019, sem kemur út þann 30. júní n.k.

Skeljanesi 23. maí. Ljósmyndin er af pakkningunni frá ARRL, kortabunkanum sjálfum og A4 blaði þar sem QSL kortin fyrir sambönd sem voru höfð fyrir 70 árum eru sett upp í stafrófsröð eftir forskeytum kallmerkja. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Yngvi Harðarson TF3Y og Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri ÍRA, skoða kortabunkann. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =