,

Nýr vefur fer í loftið

Sælir félagar

Á næstu dögum mun vefur félagsins, http://www.ira.is/ taka á sig nýja mynd. Hugsanlega geta nú þegar einhverjir séð hann. Ekki einungis mun vefurinn fá nýtt útlit heldur byggir hann á nýrri nálgun: Hann er gagnvirkur, þ.e. félagsmenn ekki bara lesið hann heldur einnig bætt við og breytt!

Flestir þekkja alfræðiorðabókina á netinu Wikipedia. Sá vefur byggir á því að hver sem hefur áhuga getur án sérstakrar þekkingar eða án sérstaks hugbúnaðar bætt við og breytt vefnum. Slíkir vefir nefnast Wiki vefir og af því dregur Wikipedia nafn sitt. Sömu nálgun hefur verið beitt við nýja vef félagsins, hann byggir á Wiki kerfi. Það þýðir að allir félagsmenn sem kæra sig um það geta tekið þátt í að betrumbæta vefinn. Þannig geta áhugasamir séð um að viðhalda og bæta við síðum um viðurkenningar, námsefni, tækjabúnað og hvaðeina án þess að þurfa að fara í gegnum vefumsjónarmann. Menn bara ýta á “Edit” (breyta) hnappinn á vefnum og betrumbæta eins og þeir væru að vinna í ritvinnslu. Stjórn bindur miklar vonir við að félagsmenn verði duglegir að taka þátt í að gera vef félagsins gagnlegan amatörum og öðrum. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í að viðhalda og byggja upp vefinn geta gefið sig fram við stjórnarmenn.
Vefurinn verður eins og áður aðgengilegur í gegnum vefslóðina http://www.ira.is/

Samhliða því að nýr vefur er tekinn í gagnið kynnir stjórn nýjan umræðuvettvang á Netinu fyrir félagsmenn: Spjallkerfi á vefnum. Þetta spjallkerfi komast menn í með því að fara á
http://spjall.ira.is/
Þarna er á ferðinni umræðukerfi sambærilegt því sem mörg áhugamannafélög nýta sér. Spjallkerfi eins og þetta býður upp á ýmsa möguleika umfram póstlistann okkar irapostur@yahoogroups.com. Þar má sem dæmi nefna möguleikan á að senda ekki bara inn texta heldur einnig myndir og jafnvel myndbönd. Á spjallkerfinu er búið að stofna nokkra flokka. Þar má sem dæmi nefna flokkinn Föndurhornið þar sem hægt er að ræða um hvaðeina sem félagsmenn eru að smíða eða búa til. Annar flokkur sem áreiðanlega á eftir að koma sér vel fyrir marga er flokkurinn “Til sölu – óskast keypt”. Allir félagsmenn í ÍRA geta sótt um og fengið að ganga að spjallkerfinu. Það er gert á spjallsíðunni sjálfri með því að smella á “Register” hlekkinn ofarlega á hægri kannt spjallsíðunnar.

Það tekur einhverja daga fyrir Netið að taka eftir því að vefurinn okkar hefur verið fluttur til og breytt. Breytingarnar eru því að koma í ljós á næstu dögum en ættu að vera komnar fram hjá öllum á næsta fimmtudagskvöld. Ég skora þó á menn að heimsækja http://www.ira.is/ reglulega næstu daga til að athuga hvort þeir sjá einhverja breytingu.

Gamli vefurinn verður en aðgengilegur fyrst um sinn enda ekki búið að færa allt af því góða efni sem þar er að finna yfir á þann nýja. Hægt verður að komast í gamla vefinn á slóðinni http://gamli.ira.is/ Sá vefur var hýstur hjá Internetþjónustunni Hringiðunni undanfarin rúm 8 ár, félaginu endurgjaldslaust. Það er ekki amalegur styrkur fyrir okkar félag! Við kunnum Hringiðunni hinar bestu þakkir fyrir! Nýji vefurinn gerir töluvert meiri kröfur til hýsingarinnar og nettengingar en sá gamli. Nánast má segja að hann þurfi sér tölvu fyrir sig. Félagið er því lánsamt að hafa fengið að hýsa nýjan vef og spjallkerfi á búnaði og nettengingu sem Benedikt Sveinsson TF3BNT útvegar.

Ég vona að félagsmenn taki þessum breytingum fagnandi. Ég er viss um að þær eiga eftir að verða félaginu lyftistöng. Ég bið einnig menn að sýna því skilning að ekki er allt fullkomið í fyrstu og vera jafnframt ófeimna að benda á það sem betur má fara. Ég vona einnig að félagsmenn taki nýja spjallkerfinu vel. Það er ekki ætlunin að leggja póstlistann okkar irapostur niður, sérstaklega ekki fyrst um sinn.

F.h. stjórnar
73 de TF3HRafnkell

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + 19 =