,

Ný APRS sambyggð stafavarpa- og internetgátt

Félagsaðstaða Í.R.A. er til húsa að Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.

Þann 7. apríl s.l. var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (Automatic Packet Reporting System) í fjarskiptaaðstöðu félagsins í Skeljanesi. Aðstaðan er á sérstöku borði sem sett var upp á milli fjarskiptaborða A og B í stöðvarherbergi. Stafavarpinn (e. digipeter) mun nota kallmerkið TF3RPG og vinna á 144.800 MHz og verður QRV á næstunni. Fyrir er stafavarpi sem staðsettur er í Hraunbæ í Reykjavík og settur var upp til reynslu sumarið 2010 með kallmerkið TF3RPF og verður hann rekinn áfram. Að auki, er rekin sambyggð stafavarpa- og internetgátt af TF8TTY í Reykjanesbæ, sem einnig verður rekin áfram. Ennfremur er fyrirhugað að setja upp APRS stafavarpa á Akureyri.

Meginrök fyrir uppsetningu kerfisins í fjarskiptaaðstöðu Í.R.A., er að tryggja fyrirkomulagið til frambúðar með öruggari samfellu í rekstri kerfisins. Sá hópur félagsmanna, sem einkum stendur að baki APRS verkefninu, eru þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; Haraldur Þórðarson, TF3HP, Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, Þórður Ívarsson, TF5PX og Þór Magnússon, TF3TON. Að auki hafa þeir LA6IM (TF8BK) og TF3WP (DF8WP) komið að verkefninu.

Nánari upplýsingar um APRS: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System
Til að fylgjast með umferð: http://aprs.fi/

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + 19 =