,

Góður gestur og loftnetatilraunir í Skeljanesi

Fimmtudagskvöldið 5. júlí kom góður gestur í heimsókn í Skeljanes frá Finnlandi, OH6SO, og samhliða fóru fram utanhúss, loftnetatilraunir á 40 og 80 metrum á vegum TF3ARI. Sjá frásögn og myndir hér á eftir.

Leila Hämäläinen OH6SO; Haraldur Þórðarson TF3HP og Ársæll Óskarsson TF3AO.

Leila Hämäläinen, OH6SO, heimsótti félagsaðstöðuna í Skeljanesi 5. júlí. Leila er býr í bænum Puuppola í Finnlandi, sem er um 250 km fyrir utan Helsinki og millilenti á Íslandi á heimleið frá Kanada. Maður hennar og dóttir eru einnig leyfishafar, Jari OH6PX og Heidi OH6SX. Leila er félagsmaður í SYLRA (Scandinavian YL Radio Amateurs) en sagðist ekki vera virk í samtökunum nú um stundir. Hún var mjög hrifin af aðstöðu Í.R.A í Skeljanesi og bað fyrir góðar kveðjur til íslenskra radíóamatöra.
__________

Fyrr um kvöldið kom Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, með ferðaturn sinn og reisti (“blés upp”) á grasflötinni fyrir utan bílastæðið í Skeljanesi. Turninn er af afar óvanalegri gerð, kemst fyrir í ferðatösku og er síðan blásinn upp á ótrúlega fáum mínútum (með sérstökum blásara). Turninn, sem er keyptur frá Bandaríkjunum, nær 12 metra hæð. Festingar eru fyrir kóaxkapal með “frönskum rennilásum” upp eftir turninum auk þess sem setja má fíberrör efst. Það gerði Ari og festi efst í það svokallað “Double Bazooka” loftnet fyrir 40m og 80m böndin. Sjá myndir hér fyrir neðan.

Turninum er einfaldlega “rúllað út” eftir jörðunni, blásarinn tengdur og “voila” upp fer turninn

Turninn orðinn blásinn upp að hluta. Ari lagar hann til og gerir kláran fyrir aukinn þrýsting.

Óðinn Þór TF2MSN aðstoðar. Ari Þór TF3ARI og Mathías Hagvaag TF3-035 koma til aðstoðar.

Síðustu handtökin. TF2MSN og TF3ARI ganga frá festingum og stögum fyrir “Bazooka” loftnetið.

Turninn kominn upp, alls 12 metrar, “Bazooka” loftnetið tengt og TF3ARI er QRV fyrir heiminn úr bílnum.

TF3ARI/m kominn í loftið. Haraldur Þórðarson TF3HP fylgdist með af áhuga og þurfti margs að spyrja.

Stefán TF3S og Mathías TF3-035 voru mjög hrifnir, en viðurkenndu að hafa verið nokkuð “skeptískir” fyrst…

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + twelve =