,

FLOTTUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. júlí. Hann hafði meðferðis og sýndi nýja fjarskiptabúnaðinn sem verður settur upp til að hafa sambönd frá TF3IRA í gegnum Es’Hail-2/P4A / OSCAR 100 gervitunglið.

Hann skýrði hvað væri framundan, þ.e. uppsetning diskloftnets utanhúss og ýmsar samstillingar. Ari nefndi m.a. að það yrði hægt að sjá raunverulega vinnutíðni beint á stjórnborði Kenwood TS-2000 stöðvarinnar sem væri mjög til þæginda.

Ari færði okkur jafnframt glæsilega veislutertu og Nóa konfekt sem hann bauð mönnum að njóta með kaffinu (en hann átti nýverið stórafmæli).

Bestu þakkir til Ara fyrir frábært fimmtudagskvöld. Alls mættu 21 félagsmaður og 1 gestur í Skeljanes að þessu sinni.

Við borðið (frá vinstri): Mathías Hagvaag TF3MH, Höskuldur Elíasson TF3RF og Jón E. Guðmundsson TF8-Ø2Ø. Í fjarlægð: Georg Kulp TF3GZ og Valgeir Pétursson TF3VP.
Þegar leið á kvöldið fjölgaði við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Höskuldur Elíasson TF3RF, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Jón E. Guðmundsson TF8-Ø2Ø, Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS,
Hressir að vanda. Georg Kulp TF3GZ og Valgeir Pétursson TF3VP. Í fjarlægð: Höskuldur Elíasson TF3RF.
Leðursófasettið er alltaf vinsælt. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Þórður Alolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM. Ari heldur m.a. á LNB’inu sem fer á loftnetsdisk. Á borðinu má sjá transverter’inn frá PE1CMO.
Sérstakur gestur ÍRA þetta fimmtudagskvöld var Matthew Pullan OE6FEG. Hann er mikill áhugamaður um SOTA verkefnið og hefur virkjað fjölda tinda í mörgum löndum. Einar Kjartansson TF3EK (sem er með honum á myndinni) sagðist hafa hitt hann s.l. sunnudag inni á hálendinu og þeir hafi virkjað TF/SL-050 (Rauðkoll) saman. Matthew ætlar að ferðast meir um Ísland og næsti áfangastaður hans er Landmannalaugar. Hann var mjög hrifinn af allri aðstöðu félagsins í Skeljanesi og bað fyrir góðar kveðjur til íslenskra radíóamatöra. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3jB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × three =