Es’hail-2/P4A / OSCAR 100 búnaðurinn
Búnaðurinn fyrir nýja gervitunglið er kominn til landsins og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri ÍRA, fékk transverter‘inn tollafgreiddan í dag (23. júlí).
Um er að ræða 20W Oscar 100 transverter frá PE1CMO, sem bæði er fyrir „up“ og „down link“ á 70 cm. Það þýðir, að transverter‘inn tengist Kenwood TS-2000 stöð félagsins beint – og þegar gengið hefur verið frá loftneti, verður TF3IRA QRV um Oscar 100. Ari segir að það muni gerast fljótlega.
Í pakkanum frá PE1CMO fylgdi LNB, sem sérstaklega var breytt til að nota með framangreindum búnaði.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir í Skeljanes á fimmtudagskvöld (25. júlí) þar sem búnaðurn verður til sýnis.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!