,

Farið í loftið með leiðbeinanda

Nýtt og spennandi hraðnámskeið verður í boði laugardaginn 17. nóvember kl. 10-12. Það nefnist: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“. Farið verður í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi – á CW, SSB eða FT8 – allt eftir óskum þeirra sem mæta.

Námskeiðið er hugsað til að hjálpa þeim leyfishöfum sem eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf til að byrja í loftinu (eldri leyfishafar eru ekki síður velkomnir). Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað og þar sem menn geta spurt allra spurninga og prófað sig áfram með reyndum leiðbeinanda til að öðlast öryggi í að fara í loftið.

Í boði er að menn taki með sér eigin búnað og fái kennslu á hann. Laugardaginn viku síðar (24. nóvember) verður síðan framhaldsnámskeið þar sem nemendur ráða ferðinni og spyrja spurninga eftir að hafa æft sig heima í millitíðinni.

Ath. að fjöldi er takmarkaður. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem fyrst beint hjá leiðbeinanda, Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151.

Óskar Sverrisson TF3DC og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD. Myndin var tekin í Skeljanesi 20. október s.l. á JOTA/JOTI 2018 þegar Óskar afhenti Völu Dröfn prentað eintak af 3. tbl. CQ TF 2018, en þær TF3VB prýða forsíðumynd blaðsins. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 20 =