Stjórnarfundir ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 9. apríl 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF8HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, og TF3GB.

Gestur: TF3JA

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Prófmál

Framhaldsumræða um námsefni, án niðurstöðu.

2. Aðalfundur

Boðun aðalfundar 16. maí, kl. 14.00 og lagabreytingar.  Ráðstefnukostnaður og aðalfundarsamþykkt vegna hans.

3. Eignarhald

Eignarhald á tækjum og fl. í aðstöðu félagsins og færsla verðmæta í bókhaldi.

4. Innheimta

Innheimta félagsgjalda, viðunandi.

5. Útileikar

Útileikar

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. mars 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF8HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, og TF3GB.

Gestur: TF3JA

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Félagsstöðin

Rætt hefur verið að undanförnu að Yaesu-stöð félagsins sé ekki í lagi og af og til sé „splatter“ frá henni. Komið hefur fram sú hugmynd að það sé tímabært að senda stöðina, t.d. til Bretlands í alsherjar yfirferð og stillingu á viðurkenndu Yaesu-verkstæði. Þar sem slíkt kostar töluvert, kom sú hugmynd fram að bíða með þetta þangað til Fritzel-netið væri komið upp og gera þá prófanir, ef ske kynni að meint bilun ætti rætur í útlifuðu loftneti (SteppIr greiðan). Gamli magnarinn átti það líka til að vera svolítið rámur ef ekki var farið rétt að honum.

2. Framtíð ÍRA

Þá var umræða um ÍRA til framtíðar, m.a. námsefni, félagsgjöld, prófin og hvernig ná megi betur  til ungs fólks og kynna því þetta tómstundagaman og tækifæri til sjálfsmenntunar

3. Vefsíða

Umræða um hýsingu á vefsíðu félagsins og í framhaldi af því var TF3JA falið að kanna verð og skilmála á nýrri hýsingu.

4. CQ TF

Þá var umræða um útgáfu CQ-TF og í framhaldi af því var TF3JA falið að ritstýra næsta tölublaði.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. febrúar 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF8HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, og TF3GB.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Loftnetsmál.

Hustler-net félagsins hefur verið hreinsaður og er tilbúinn til uppsetningar ef hugur stendur til þess. SteppIr greiðan er í lamasessi. Borði í reflektor slitinn, bóma orðin laus í reipunum. Veður og vindar hafa leikið netið grátt. Ákveðið að kanna hvort varahlutir fást í netið og hver kostnaðurinn yrði. Ákveðið að vinda bráðan bug að því að koma upp Fritzel netinu, sem Stefán, TF3SA, gaf félaginu á sextugsafmæli þess. Með því móti væri hægt að gera við SteppIr greiðuna í rólegheitum og setja hana upp aftur eða hafa til vara.

2. Styrkur Borgarinnar

Síðasta stjórn sótti um styrk til námskeiðshalds og kynningar í nafni félagsins. Vegna tímaskorts og mannfæðar hefur þetta því miður ekki komist af stað og óráðið hvað verður í náinni framtíð. Fannst mönnum því heiðarlegast að skila styrknum. Gjaldkeri var beðinn að ræða þetta við fulltrúa Borgarinnar.

3. Námsefni á Íslensku

Fundarmönnum fannst  tímabært að taka saman námsefni til amatörprófs á Íslensku. Var þá m.a. litið til nýútkominnar bókar norska félagsins og annars efnis sem systurfélög ÍRA á Norðurlöndunum og í Evrópu hafa gefið út.

Umræða um tilhögun radíóamatöraprófa.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 8. janúar 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF3GW, TF3DC, TF8HP og TF3GB.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Fjaraðgangsmál

Stjórn félagsins lýsir ánægju sinni með niðurstöðuna í fjaraðgangsmálinu, þeim hluta er varðar þá sem hafa íslenskt leyfi.

2. Námskeiðisgjald

Samþykkt að þeir nemendur, sem gerðust félagar í ÍRA við innritun, fengju 25% afslátt af námskeiðsgjaldinu.

3. Afmælisnefnd

Samþykkt að falast eftir TF3JB sem formanni afmælisnefndar og hann veldi með sér þá sem hann óskaði. Rætt um frímerkjaútgáfu í þessu sambandi.

4. Vetrardagskrá og erindi

Vetrardagskrá og mögulegt fimmtudagserindi TF3SG í febrúar um fjarstýringu senda.

Stjórnarfundur nr. 10, 19. 11. 2014.                             kl. 18.00

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3GB, TF3DC.

  1. Umræða um heimasíðuna og vandamál henni tengd.
  2. Fjaraðgangur og nýjustu fréttir í því máli. Farið yfir bréfaskriftir við PFS. Álit Prófnefndar um fjaraðgang, vægi þess og vægi tilmæla IARU ráðstefnunnar VA14_C4_REC_04 í málinu.          Ákveðið að senda PFS álit Prófnefndar og fá álit þeirra á því. Taka fram til öryggis að álitið eigi við um starfrækslu íslenskra leyfishafa eingöngu.
  3. Fréttaskrif á heimasíðu. Stjórnin beri ábyrgð á því sem birtist á heimasíðunni. Það sem stjórnin telur rangt eða villandi, verði að leiðrétta eða fella út.
  4. Áhyggjuefni að félagsgjöld innheimtist slælega.
  5. Fundi slitið kl. 20.00.

 

TF3GB

Stjórnarfundur nr. 9, 30.10.2014 kl. 18.00

Mættir: TF3GW, TF3GB, TF3DC.

  1. Rædd fyrirspurn um fjarstýringu á klúbbstöðinni. Niðurstaðan varð sú að ekki sé rétt að leyfa fjarstýringu klúbbstöðvarinnar, ma. vegna þess að miðað við fyrri tilraunir hjá öðrum, þyrfti mann til að vakta sjakkinn. Einnig væri óvíst hver hinn raunverulegi „operator“ væri hverju sinni. Þá er ástand klúbbstöðvarinnar ekki gott og talsverð vinna framundan við viðgerðir og endurskipulagningu, sem kosta munu talsverða fjármuni. Væri stöðin í lagi og fjarstýring leyfð, myndi kostnaður vafalaust falla á félagið ef tjón hlytist af svona starfrækslu, nokkuð sem félagið má ekki við.
  2. Vetrardagskrá rædd. 6. eða 13.11. verði kynning TF3KB og TF3DX á NRAU og IARU fundunum. Desember sé ekki vel fallinn til fimmtudagserinda vegna anna hjá félagsmönnum og stjórn. Áætlað kynningarkvöld vegna námskeiðs um miðjan janúar. Tekinn var saman listi yfir hugsanlega kennara og umræða um námsefni. Gjaldkera falið að kaupa eintak af nýja norska námsefninu og athuga námsefni á hinum Norðurlöndunum.
  3. Á að kaupa nýjan rótor ? Ekki talin þörf á að gera það í bili.
  4. Fundi slitið kl. 20.00.

 

TF3GB

Stjórnarfundur 02.10.2014.         kl. 1800.

Mættir: TF8HP, TF3DC, TF3TNT, TF3GB.

Ræddir möguleikar með heimasíðuna. Síðan er vistuð á sér tölvu í tölvukerfi Ármúlaskóla. TF3TNT óskaði eftir að fá að fara yfir tölvuna í því skyni að örva heimasíðuna og kanna hvort nokkuð væri á tölvunni, sem ekki ætti að vera þar. Eins hvort þörf væri á að skipta um hýsingu. Var þetta samþykkt.

Ómar Þórdórsson hjá Borginni hafði sent „óskalista“ á þá sem eru í húsnæði á vegum Borgarinnar, til þess að geta gert sér grein fyrir viðhaldsverkefnum hjá hverjum og einum. Nokkur atriði voru sett á listann af okkar hálfu, en óvíst er hve miklu er unnt að ná fram.

Ræddar mælingar sem í bígerð eru hjá nokkrum amatörum.

Loftnetamál. Bilaða stýriboxiðhefur verið sent út og er þess beðið að það komi til baka. Fella þarf niður turninn og athuga rótorinn, sem er fastur og fara yfir turninn sjálfan fyrir veturinn, kapla o. þh.. Þá kom til tals að svartur Tailtwister II rótor, sem vera átti í kjallarageymslunni, finnst ekki. Finna þarf út hver fékk hann lánaðan.

Fundi lauk kl. 2000.

TF3GB, ritari.

Stjórnarfundur 09.09.2014.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, TF3GB.

Gestur: TF3SG

Umræða um breytingar sem gerðar voru á tölvupósti sem lagðar voru fram á félagsfundi, 04092014.  Bókað að málið sé í raun ekki stjórnarinnar. Tölvupóstur frá PFS staðfestir að PFS breytti póstinum.

Hýsing heimasíðunnar. Skoða þurfi hverir hafi aðgang að síðunni og að breyta þurfi skipulagi aðgangs að henni. Lagt er til að TF3TNT hafi samband við TF3CY vegna kerfisaðgangs.

Umræða um fjaraðgang og hvernig túlka eigi texta bréfs frá formanni sænska félagsins um málið, sem lagt var fram á félagsfundi 04092014. Ráða megi úr textanum að „að þeirra áliti“ (SSA)sé fjaraðgangur milli landa í lagi ef erlendi aðilinn uppfylli kröfur CEPT.

Lagt er til að starfshópi um fjaraðgang verði skrifað bréf og hann beðinn um að klára álitsgerð um fjaraðgang erlendra leyfishafa.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

 

Stjórnarfundur 6                             28.08.2014   kl. 1700.

Mættir: TF3DC, TF3GW, TF3HP, TF3GB.

Mestur hluti fundartímans fór í að ræða boðaðan félagsfund og mál sem yrðu til umræðu þar og stöðu þeirra. Ekkert var ákveðið eða ályktað um þetta málefni.

Þá var tekinn fyrir tölvupóstur frá TF3SG, er varðaði verkefnisstyrk frá Reykjavíkurborg, efningu samnings um hann og fjármál þar að lútandi. TF3SG verði í sambandi við gjaldkera varðandi fjármálin en að öðru leyti vísast til fundargerðar stjórnar frá 22.05.2014, þar sem samþykkt var að TF3SG yrði ábyrgðarmaður verkefnisins með þeirri skyldu að halda stjórninni upplýstri í málinu. Væntanlega yrði um greinargerð að ræða, sem lögð yrði fyrir stjórnina.

Fundi slitið kl. 1930.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

Stjórnarfundur 5                             20.08.2014       kl. 1700.

Fundurinn haldinn eftir heimkomu TF3DX frá NRAU fundinum í Finnlandi.                  Fundarstaður heima hjá TF3DX

Mættir: TF3DX, TF3KB, TF3VS, TF3HP, TF3GW og TF3GB.

Án þess að fara út í smáatrið, var spjallað vítt og breitt um stöðu félaganna á Norðurlöndundum.             Sænskir leyfishafar eru á milli 13 og 14 þúsund. Ca. 70% þeirra eru í félaginu. Stjórn félagsins heldur fund þrisvar á ári. Sænska PTS sér um útgáfu leyfa og kallmerkja. Svíar hafa sett upp spurningabanka í tengslum við amatörpróf og gera kröfu um yfir 75% árangur í prófum. Sækja þarf um endurnýjun leyfa á þeim böndum þar sem um tímabundin leyfi er að ræða á hverju ári. Slík endurnýjun mun kosta ca. 1200,- SEK.  Fjárhagur sænska félagsins er slakur . Utan dagskrár var spurt um starfrækslu SK9HQ, en sú stöð var rekin að hluta til með fjaraðgangi frá   USA. Svörin sem fengust voru þau, að ekki var sótt um leyfitil PTS fyrir strafræksluna og jafnvel að stjórn SSA hefði ekki vitað af þessu (sem stangast reyndar á við það sem fram kemur á myndskeiði á contestsíðu sænska félagsins, þar sem sýndur er amatör  á WRTC HQ í USA í fjaraðgangssamböndum gegnum SK9HQ og annar sem er kynnir segir á einum stað að „all legalities and formalities have been fulfilled“).  Þetta hafi bara verið framkvæmt si svona.                                                                                                                                                                          Í danska félaginu eru ca. 2000 félagar. Félagið heldur amatörpróf í umboði PTS og PTS gefur út leyfi og kallmerki. Fjárhagur félagsins er slæmur. 50% ca. af félagsgjöldunum fara í útgáfu blaðsins. Eftir því sem fram kom er blaðið enn gefið út á pappír til félaga innanlands, en aðrir fá það í rafrænni útgáfu.                                                                                                                                                                         Í norska félaginu eru 2163 félagar. Fjárhagur er góður. Þeir eru styrktir af ríkinu um 5,7 millj. NOK vegna neyðarþjónustu. Norðmenn munu úthluta kallmerkjum með LB forskeyti framvegis.                                 Í finnska félaginu eru um 4000 félagar, en það er um þriðjungur leyfishafa . Fjárhagur félagsins er slæmur.                                                                                                                                                                  Félagsgjöld hinna Norðurlandafélaganna eru ívið hærri en hjá okkur án þess að á þeim sé mikill  munur.                                                                                                                                                                                        Þess má svo geta að .islenska skjalið, sem fjallar um annmarka í á kennslu í Siðfræðibókinni í notkun ýmissa Morsetákna hlaut einróma samþykki hinna Norðurlandaþjóðanna til framlagningar á ráðstefnunni í Varna  í september.

Fundi slitið kl. 1900.                   TF3GD þakkaðar góðar veitingar á fundinum.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.