,

7. Stjórnarfundur ÍRA 2014

Stjórnarfundur 09.09.2014.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, TF3GB.

Gestur: TF3SG

Umræða um breytingar sem gerðar voru á tölvupósti sem lagðar voru fram á félagsfundi, 04092014.  Bókað að málið sé í raun ekki stjórnarinnar. Tölvupóstur frá PFS staðfestir að PFS breytti póstinum.

Hýsing heimasíðunnar. Skoða þurfi hverir hafi aðgang að síðunni og að breyta þurfi skipulagi aðgangs að henni. Lagt er til að TF3TNT hafi samband við TF3CY vegna kerfisaðgangs.

Umræða um fjaraðgang og hvernig túlka eigi texta bréfs frá formanni sænska félagsins um málið, sem lagt var fram á félagsfundi 04092014. Ráða megi úr textanum að „að þeirra áliti“ (SSA)sé fjaraðgangur milli landa í lagi ef erlendi aðilinn uppfylli kröfur CEPT.

Lagt er til að starfshópi um fjaraðgang verði skrifað bréf og hann beðinn um að klára álitsgerð um fjaraðgang erlendra leyfishafa.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + 5 =